Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 10:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vel gert hjá KSÍ að fresta leiknum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær tilkynnti KSÍ að leik KR og Víkings hefði verið frestað um tæplega þrjár vikur. Leikurinn átti að fara fram næsta mánudag en fer þess í stað fram 13. september.

Það er vegna þátttöku Víkings í umspilinu fyrir Sambandsdeildina. Ef Víkingur sigrar Santa Coloma þá fer liðið áfram í riðlakeppnina - eða deildarkeppnina eftir að fyrirkomulaginu var breytt.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 ÍA

Sölvi Geir Ottesen stýrði liði Víkings í gær og var hann spurður út í frestunina í viðtali eftir leikinn gegn ÍA.

„Næsti leikur er risaverkefni, stór leikur fyrir klúbbinn," segir Sölvi.

„Það er gífurlega mikilvægt (að geta fengið smá hvíld á milli leikjanna) og vel gert hjá KSÍ að fresta leiknum til 13. september. Auðvitað eiga lið að fá smá hvíld þegar þau eru að berjast fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni. Við tökum því bara fagnandi og mikilvægt fyrir okkur að geta einbeitt okkur af fullum krafti að þessum risa leikjum," segir Sölvi.

Fyrirkomulagið í Sambandsdeildinni er þannig að liðin sem komast þar inn spila sex leiki, en ekki er spilað heima og að heiman í riðli. Liðunum er raðað upp í styrkleikaflokka og mætir hvert lið einu liði úr hverjum styrkleikaflokki. Spilaðir eru þrír heimaleikir og þrír útileikir.

Næstu leikir Víkings
fimmtudagur 22. ágúst
Sambandsdeildin
18:00 Víkingur R.-UE Santa Coloma (Víkingsvöllur)

fimmtudagur 29. ágúst
Sambandsdeildin
00:00 UE Santa Coloma-Víkingur R. (Estadi Nacional)

sunnudagur 1. september
Besta-deild karla
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)

föstudagur 13. september
Besta-deild karla
17:00 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)

mánudagur 16. september
Besta-deild karla
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Würth völlurinn)

laugardagur 21. september
Mjólkurbikar karla
16:00 KA-Víkingur R. (Laugardalsvöllur)
Sölvi: Vildum fá ferskar lappir sem væru tilbúnir að berjast fyrir málstaðinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner