Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 14:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brentford vill annan frá Liverpool sem er með auga á Rabiot
Sepp van den Berg.
Sepp van den Berg.
Mynd: EPA
Adrien Rabiot til Liverpool?
Adrien Rabiot til Liverpool?
Mynd: EPA
Brentford er í dag orðað við hollenska varnarmanninn Sepp van den Berg, og vonast til að geta keypt hann frá Liverpool. Brentford keypti fyrr í sumar Fabio Carvalho af Liverpool.

Kaupverðið er talið vera meira en 20 milljónir punda. Hollendingurinn hefur fengið leyfi til að ræða við Brentford og Bayer Leverkusen um kaup og kjör. Það er TalkSport sem greinir frá. Heimildamenn miðilsins búast við því að Sepp velji Brentford.

Hann er 22 ára og hefur einungis spilað fjóra leiki fyrir félagið. Hann kom árið 2019 og hefur síðustu fimm tímabil farið í burtu á láni. Hann getur bæði spilað sem hægri bakvörður og miðvörður.

Þá greinir L'Equipe frá því að Liverpool sé með augastað á Adrien Rabiot. Franski miðjumaðurinn er án félags sem stendur eftir að hann yfirgaf Juventus í sumar.

Rabiot hefur verið að skoða í kringum sig með hjálp móður sinnar sem er umboðsmaður hans.

Man Utd var orðað við Rabiot fyrr í sumar en sagt er að sá áhugi sé ekki lengur til staðar. Nú er sagt að Liverpool sé með augastð á Rabiot og fylgist með þróun mála hjá honum.

Franski landsliðsmaðurinn kæmi með aukna breidd inn á miðsvæðið eftir að Thiago Alcantara fór í sumar. Liverpool reyndi að fá Martin Zubimendi en það datt upp fyrir sig.

Það kæmi talsvert á óvart ef Rabiot endar hjá Liverpool því hann passar ekki in í þá stefnu sem Liverpool vinnur venjulega eftir. Rabiot verður þrítugur í apríl og er líklegt að hann sé með nokkuð háar launakröfur.
Athugasemdir
banner
banner