Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Geraerts rekinn frá Schalke - Sá þrettándi á fimm árum
Mynd: EPA
Þýska félagið FC Schalke 04 er búið að reka Karel Geraerts úr þjálfarastólnum tæpu ári eftir að hann var ráðinn inn.

Schalke er aðeins komið með fjögur stig eftir sex umferðir í næstefstu deild þýska boltans og þykir það óviðunandi árangur.

Marc Wilmots, yfirmaður íþróttamála hjá Schalke, hefur einnig verið rekinn úr starfi sínu.

Þetta er í þrettánda sinn sem þjálfari hættir eða er rekinn frá Schalke síðan Domenico Tedesco var látinn fara í mars 2019, fyrir fimm og hálfu ári síðan.

Síðan þá hafa Huub Stevens (tvisvar), David Wagner, Manuel Baum, Christian Gross, Dimitrios Grammozis, Mike Büskens, Frank Kramer, Matthias Kreutzer (tvisvar) og Thomas Reis allir reynt að stýra liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner