Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 22:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
4. deild: Fimmti sigur Árborgar í röð - Hamar vann í miklum markaleik
Árborg er í 2. sæti
Árborg er í 2. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Árborg vann fimmta leik sinn í röð þegar liðið lagði KÁ að velli á BIRTU vellinum á Ásvöllum í kvöld.


KÁ var með forystuna í hálfleik en Árborg kom til baka í þeim síðari. Árborg fór upp fyrir Ými í 2. sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir en liðin mætast strax eftir helgi.

Kría fór upp fyrir KÁ í 5. sæti deildarinnar með sterkum sigri á KFS á Seltjarnarnesi.

Þá var markaveisla á Hlíðarenda þar sem heimamenn í KH biðu lægri hlut gegn Hamri.

Kría 3 - 1 KFS
1-0 Einar Þórðarson ('39 )
2-0 Leonidas Baskas ('45 )
3-0 Einar Örn Sigurðsson ('56 )
3-1 Heiðmar Þór Magnússon ('64 )

KÁ 1 - 2 Árborg
1-0 Bjarki Sigurjónsson ('29 )
1-1 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('57 )
1-2 Andrés Karl Guðjónsson ('80 )

KH 4-5 Hamar
Markaskorara vantar
Rautt spjald: Fannar Freyr Bergmann , KH ('75)


Athugasemdir
banner
banner