Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Al-Hilal í viðræðum við Man City
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það lítur ekki út fyrir að Joao Cancelo verði í einhverju hlutverki hjá Manchester City í vetur.

Fjallað er um það í dag að Al-Hilal í Sádi-Arabíu sé í viðræðum við Manchester City um möguleg félagaskipti.

Al-Hilal er sagt tilbúið að láta Cancelo fá þriggja ára samning og City er sagt tilbúið að selja, en ekki er búið að semja um kaupverð.

Cancelo, sem er portúgalskur landsliðsmaður og hefur tvívegis verið valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni, var eitt sinn algjör lykilmaður hjá City.

Hann lenti upp á kant við Guardiola veturinn 2022/23 og hefur ekki verið í hlutverki síðan. Fyrst fór hann á láni til Bayern Munchen og var hjá Barcelona á síðasta tímabili. Hann er þrítugur og er samningsbundinn City til sumarsins 2027.

Hjá Al-Hilal eru þeir Kalidou Koulibaly, Rúben Neves, Aleksandar Mitrovic, Yassine Bounou, Serge Milinkovic-Savic og Brasilíumennirnir Neymar, Renan Lodi, Malcom og Michael.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner