Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 15:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal kaupir Merino á 32 milljónir punda
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur náð samkomulgi við Real Sociedad um kaup á miðjumanninnum Mikel Merino. Frá þessu greinir talkSPORT. Félagaskiptin hafa legið í loftinu í talsvert langan tíma en eru nú frágengin.

Skytturnar voru með Merino sem aðalskotmarkið sitt á markaðnum þegar kemur að miðsvæðinu. Hann kostar 32 milljónir punda: 28 milljónir punda staðgreitt og svo fjórar milljónir punda í árangurstengdum greiðslum.

Merino er þegar búinn að ná samkomulagi um fjöggura ára samning við Arsenal. Hann á innan við ár eftir af samningi sínum við Sociedad.

Merino er spænskur miðjumaður sem þekkir vel til á Englandi því hann var á sínum tíma leikmaður Newcastle. Hann er landsliðsmaður og kom við sögu í öllum sjö leikjum spænska liðsins á EM í sumar.

Með kaupunum á Merino er Arsenal búið að greiða um 100 milljónir punda fyrir leikmenn í sumar. Áður hafði félagið gengið frá kaupunum á David Raya frá Brentford og Riccardo Calafiori frá Bologna.

Merino er uppalinn hjá Osasuna, fór svo til Dortmund og var þaðan lánaður til Newcastle og svo keyptur. Eftir eitt ár hjá Newcastle fór hann til Sociedad þar sem hann hefur verið síðan. Á síðasta tímabili skoraði hann átta mörk í 45 leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner