Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona gæti fengið Chiesa á tombóluverði
Mynd: Juventus
Spænska félagið Barcelona gæti fengið ítalska vængmanninn Federico Chiesa á tombóluverði frá Juventus.

Thiago Motta, nýr þjálfari Juventus, hefur ekki pláss í hópnum fyrir Chiesa og vill koma honum frá félaginu fyrir gluggalok.

Chiesa, sem verður samningslaus á næsta ári, fær ekki að æfa með aðalliðinu og reynir Juventus allt til að losa sig við hann.

Juventus keypti Chiesa frá Fiorentina á láni fyrir fjórum árum og var hann síðan keyptur fyrir 60 milljónir evra árið 2022.

Ítalska félagið vill alls ekki missa hann á frjálsri sölu á næsta ári og er því sagt reiðubúið að selja hann til Barcelona fyrir 15 milljónir evra.

Launakröfur Chiesa gætu þó verið vandamál fyrir Barcelona, en hann þénar um fimm milljónir evra í árslaun hjá Juventus og er að leitast eftir því að hækka þann pakka upp í sjö milljónir.

Leikmenn á borð við Nico Williams og Rafael Leao hafa einnig verið orðaðir við Barcelona. Verðmiði þeirra er töluvert hærri og því gæti verið vænlegri kostur að fá Chiesa inn á lágu verði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner