Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 21:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Svakaleg endurkoma hjá HK gegn KR
Eiður Gauti Sæbjörnsson
Eiður Gauti Sæbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

HK 3 - 2 KR
0-1 Benoný Breki Andrésson ('6 )
0-2 Aron Sigurðarson ('45 )
1-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('48 )
2-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('70 )
3-2 Atli Þór Jónasson ('85 )
Lestu um leikinn


Það var hreint út sagt ótrúlegur leikur í Kórnum í kvöld þar sem HK fékk KR í heimsókn en þessi leikur átti upphaflega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan.

KR var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og var verðskuldað með tveggja marka forystu í hálfleik.

Allt annað var upp á teningnum í seinni hálfleik en Eiður Gauti Sæbjörnsson minnkaði muninn strax í upphafi seinni hálfleiks og jafnaði metin síðar.

Atli Sigurjónsson hélt síðan að staðan hafi verið orðin 3-2 en markið var dæmt af þar sem hann var talinn brotlegur.

Dramatíkinni var ekki lokið því stuttu síðar fullkomnaði Atli Þór Jónasson endurkomu HK þegar hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Tuma Þorvarssyni sem var nýkominn inn á sem varamaður.

HK fór uppúr botnsætinu með þessum sigri og jafnaði Vestra að stigum en KR er aðeins einu stigi frá fallsæti.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner