Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   fim 22. ágúst 2024 18:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brentford kaupir Van den Berg (Staðfest) - Liverpool ávaxtar vel
Mynd: Brentford

Sepp van den Berg er genginn til liðs við Brentford frá Liverpool en hann skrifar undir fimm ára samning.


Brentford borgar um 30 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla hollenska miðvörð. Liverpool fær 17.5% af næstu sölu. Hann var einnig orðaður við þýsku meistarana í Leverkusen.

Van den Berg gekk til liðs við Liverpool árið 2019 frá hollenska félaginu PEC Zwolle fyrir rúmar fjórar milljónir punda. Hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum hjá Liverpool. Hann var á láni hjá Mainz í Þýskalandi á síðustu leiktíð en hefur einnig verið á láni hjá Schalke og Preston.

Van den Berg og Fabio Carvalho hittast á ný en þeir komu báðir til Brentford frá Liverpool í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner