Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 22:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Courtois neitar að spila undir stjórn landsliðsþjálfarans
Mynd: EPA
Markvörðurinn Thibaut Courtois segir að hann muni ekki spila fyrir belgíska landsliðið á meðan Domenico Tedesco þjálfar liðið.

Courtois var að kljást við meiðsli á hné lengst af á síðustu leiktíð og var ekki í landsliðshópnum á EM þrátt fyrir að hafa náð nokkrum leikjum með Real Madrid undir lok tímabilsins.

Courtois var sagður ósáttur að Tedesco hafi ekki íhugað hann sem fyrirliða landsliðsins og hann ákvað að ferðast ekki með liðinu í leik gegn Eistlandi í undankeppni EM á síðasta ári.

„Eftir atvikið atvikið tengt þjálfaranum hef ég hugsað málið og tekið þá ákvörðun að snúa ekki aftur í landsliðið á meðan hann er við stjórnvölin," sagði Courtois.

Courtois segist taka ábyrgð á sínum gjörðum en treystir því ekki að andrúmsloftið verði gott ef hann myndi snúa aftur.


Athugasemdir
banner
banner
banner