Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   fim 22. ágúst 2024 18:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dybala hafnaði Al Qadsiah
Mynd: EPA

Paolo Dybala verður áfram hjá Roma en það var útlit fyrir að hann væri á leið til Sádí-Arabíu í sumar


Fabrizio Romano greinir frá því að hann hafi hafnað tilboði frá Al Qadsiah.  Hann fékk tilboð frá félaginu um þriggja ára samning. Hann hefði fengið 75 miilljónir evra í laun yfir þann tíma.

Roma var tilbúið að leyfa þessum þrítuga Argentínumanni að fara en hann ákvað að vera um kyrrt.

Dybala byrjaði á bekknum í fyrstu umferð ítölsku deildarinnar þegar Roma heimsótti Cagliari. Hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli.


Athugasemdir
banner
banner