Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 21:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa: Nkunku skoraði í sigri - De Gea þreytti frumraun sína
Christopher Nkunku
Christopher Nkunku
Mynd: Getty Images
David de Gea
David de Gea
Mynd: Fiorentina

Christopher Nkunku skoraði í sigri Chelsea á svissneska liðinu Servette í undankeppni fyrir deildakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Hann skoraði markið úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og Noni Madueke innsiglaði sigurinn þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

David de Gea spilaði sinn fyrsta leik í markinu hjá Fiorentina í kvöld en hann gekk til liðs við félagið í sumar á frjálsri sölu eftir að hafa verið án félags í rúmt ár.

Liðið fékk Puskas Academy frá Ungverjalandi í heimsókn en ítalska liðið lenti í kröppum dansi. Albert Guðmundsson var ekki með vegna smávægilegra meiðsla.

Andri Lucas Guðjohnsen var tekinn af velli í hálfleik þegar Gent lagði Partizan frá Serbíu af velli á útivelli. Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos sem tapaði gegn Lens á útivelli.

Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahópi Ajax vegna smávægilegra meiðsla þegar liðið vann öruggan sigur á Jagiellonia frá Póllandi á útivelli í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Sambandsdeildin

Chelsea 2 - 0 Servette
1-0 Christopher Nkunku ('50 , víti)
2-0 Noni Madueke ('76 )

FC Kobenhavn 2 - 0 Kilmarnock
1-0 Kevin Diks ('77 , víti)
2-0 Rasmus Falk ('90 )

Fiorentina 3 - 3 Puskas
0-1 Zsolt Nagy ('9 , víti)
0-2 Mikael Soisalo ('12 )
1-2 Riccardo Sottil ('45 )
2-2 Lucas Martinez ('67 )
3-2 Moise Kean ('75 )
3-3 Wojciech Golla ('89 )

Hacken 1 - 2 Heidenheim
0-1 Sirlord Conteh ('31 )
1-1 Mikkel Rygaard Jensen ('36 )
1-2 Leo Scienza ('65 )

Lens 2 - 1 Panathinaikos
1-0 Przemyslaw Frankowski ('4 )
2-0 Wesley Said ('34 )
2-1 Fotis Ioannidis ('53 )
Rautt spjald: Facundo Medina, Lens ('20)

Partizan 0 - 1 Gent
0-1 Omri Gandelman ('16 )

Evrópudeildin

Jagiellonia 1 - 4 Ajax
1-0 Adrian Dieguez ('5 )
1-1 Chuba Akpom ('10 )
1-2 Mika Godts ('28 )
1-3 Chuba Akpom ('61 )
1-4 Chuba Akpom ('69 , víti)
1-4 Mika Godts ('79 , Misnotað víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner