Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Gilmour fer til Napoli - Brighton búið að finna arftaka hans
Billy Gilmour
Billy Gilmour
Mynd: Getty Images
Napoli er að ganga frá kaupum á skoska landsliðsmanninum Billy Gilmour en hann kemur frá Brighton.

Ítalska félagið hefur náð samkomulagi við Brighton um kaup á Gilmour og hefur leikmaðurinn samþykkt að fara til Napoli, en hann mun klæðast treyju ítalska félagsins á næstu dögum.

Brighton er á meðan að ganga frá viðræðum við Celtic um Matt O'Riley, en hann á að fylla skarðið sem Gilmour skilur eftir sig.

Napoli greiðir milli 10-15 milljónir punda fyrir Gilmour á meðan Brighton kaupir O'Riley frá Celtic á 25 milljónir punda.

O'Riley er 23 ára gamall Englendingur sem ólst upp hjá Fulham. Hann á ættir að rekja til Danmerkur og valdi því að spila fyrir danska landsliðið, en hann lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember á síðasta ári.

Gilmour er árinu yngri og kemur úr akademíu Rangers og Chelsea. Hann á 30 leiki með A-landsliði Skotlands og var meðal annars í hópnum sem fór á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner