Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Hefur mikla trú á Mudryk - „Getur unnið Ballon d'Or“
Mynd: EPA
Georgiy Sudakov, samherji Mykhailo Mudryk í úkraínska landsliðinu, segir að liðsfélagi hans geti afrekað allt sem hann dreymir um, en að það sé þó undir honum komið að gera það að veruleika.

Sudakov og Mudryk voru áður liðsfélagar hjá Shakhtar áður en Chelsea keypti þann síðarnefnda fyrir tæpar 90 milljónir punda á síðasta ári.

Arsenal var einnig í baráttunni um Mudryk, sem var þá eitt mesta efni Evrópu eftir gott tímabil með Shakhtar.

Úkraínumaðurinn hefur ekki tekist að réttlæta verðmiðann til þessa. Hann var slakur á fyrstu tveimur tímabilum sínum og er nú varamaður, en hann sat allan tímann á bekknum í 2-0 tapinu gegn Manchester City um helgina.

Sudakov segir að Mudryk hafi allt til brunns að bera og geti unnið Ballon d'Or verðlaunin í framtíðinni.

„Mykhailo er magnaður leikmaður og á sér engin takmörk. Hann getur unnið Ballon d'Or með gæðin sem hann hefur að geyma, en það er auðvitað allt undir honum sjálfum komið.“

„Ég hef trú á því að hann eigi eftir að sýna sínar bestu hliðar. Úkraína er land með margt hæfileikaríkt fólk og er Mudryk frábært fordæmi fyrir okkur hina til að fylgja,“
sagði Sudakov.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner