Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ipswich heldur áfram að eltast við bestu leikmennina úr Championship
Jack Clarke.
Jack Clarke.
Mynd: Getty Images
Það er mikil samkeppni um Jack Clarke, kantmann Sunderland, áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Clarke, sem er 23 ára gamall, hefur leikið með Sunderland frá 2022 og verið einn besti leikmaður Championship-deildarinnar síðan þá.

Hann er nú eftirsóttur af félögum í ensku úrvalsdeildinni en nýliðar Ipswich eru sagðir leiða kapphlaupið um hann. Nýjustu fréttir frá Englandi herma að Ipswich hafi lagt fram 15 milljón punda tilboð í Clarke og Sunderland sé að íhuga það.

Ipswich, sem eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, hafa verið að sækja öfluga leikmenn úr Championship, næst efstu deild Englands, í sumar en hingað til hefur félagið keypt Liam Delap, Jacob Greaves, Sammie Szmodics og Conor Townsend úr þeirri deild. Núna gæti Clarke verið næstur.

Clarke hefur einnig verið orðaður við Leeds en líklegra þykir að hann fari upp í ensku úrvalsdeildina ef hann tekur skrefið frá Sunderland. Bournemouth og Southampton hafa einnig verið nefnd í tengslum við hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner