Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Lijnders kaupir Clark frá Liverpool (Staðfest)
Bobby Clark.
Bobby Clark.
Mynd: EPA
Liverpool hefur selt hinn nítján ára gamla Bobby Clark til austurríska félagsins RB Salzburg fyrir 10 milljónir punda.

Stjóri RB Salzburg, Pep Lijnders, var aðstoðarmaður Jurgen Klopp hjá Liverpool og hefur miklar mætur á miðjumanninum Clark.

Clark lék tólf leiki fyrir Liverpool á síðasta tímabili en pabbi hans var á sínum tíma lykilmaður hjá Newcastle, Lee Clark.

Bobby Clark sá ekki fram á mikinn spiltíma undir stjórn Arne Slot.

Hann er ekki eini ungi Liverpool leikmaðurinn sem gæti fær sig um sdet í þessari viku. Brentford og Bayer Leverkusen vilja fá hollenska varnarmanninn Sepp van den Berg.

Liverpool er eina úrvalsdeildarfélagið sem hefur enn ekki keypt leikmann í sumarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner