Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Reyndasti leikmaður Forest á leið til Burnley
Mynd: Getty Images
Joe Worrall, miðvörður Nottingham Forest á Englandi, er á leið til enska B-deildarfélagsins Burnley.

Worrall er 27 ára gamall og er í dag leikjahæsti spilandi leikmaður Forest.

Varnarmaðurinn er fæddur og uppalinn í Nottingham og spilað 229 leiki með aðalliði Forest. Enginn leikmaður í hópnum hefur spilað fleiri leiki en hann, en fyrirliðinn Ryan Yates kemur næstur með 204 leiki.

Fabrizio Romano segir að Worrall hafi nú ákveðið að yfirgefa Forest. Hann hefur þrisvar verið lánaður frá félaginu en nú kveður hann alfarið.

Worrall er að ganga í raðir Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Burnley mun tilkynna kaupin á næsta sólarhringnum. Liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins í B-deildinni undir stjórn Scott Parker.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner