Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 19:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Tvö víti fóru forgörðum í stórsigri Víkings
Valdimar Þór skoraði tvö mörk
Valdimar Þór skoraði tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Víkingur R. 5 - 0 Santa Coloma
1-0 Nikolaj Hansen (f) ('29 )
1-0 Aron Elís Þrándarson ('45 , misnotað víti)
2-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('52 , víti)
2-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('64 , misnotað víti)
3-0 Gunnar Vatnhamar ('66 )
4-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('75 )
5-0 Nikolaj Hansen ('90 )
Rautt spjald: Christian Garcia, Santa Coloma ('45) Lestu um leikinn


Víkingur fór illa með Santa Coloma frá Andorra á Víkingsvelli í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Víkingur var marki yfir í hálfleik en Aron Elís Þrándarson klikkaði á vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins og þá spilaði Santa Coloma seinni hálfleikinn manni færri.

Víkingur fékk aðra vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik og að þessu sinni skoraði Valdimar Þór Ingimundarson. Stuttu síðar fékk Víkingur þriðja vítið en að þessu sinni setti Valdimar boltann yfir markið.

Valdimar gerði út um leikinn þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en Gunnar Vatnhamar hafði þá verið búinn að skora þriðja mark Víkings.

Nikolaj Hansen innsiglaði sigur liðsins með marki í uppbótatíma.

Fleiri mörk urðu ekki skoruð og öruggur sigur Víkings fyrri seinni leikinn staðreynd en liðin mætast eftir slétta viku í Andorra en Víkingur gulltryggir sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með sigri í einvíginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner