Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate kominn með nýja vinnu
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate, sem hætti sem landsliðsþjálfari Englands eftir Evrópumótið í sumar, er kominn með nýja vinnu en hann hefur tekið til starfa hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu.

Southgate ákvað að hætta með enska landsliðið eftir átta ára starf í sumar. Liðið fór í úrslitaleik EM en tapaði þar gegn Spánverjum.

Southgate var meðal annars orðaður við Manchester United í sumar en hann ætlar ekki að fara að þjálfa aftur strax.

Starfið hans hjá UEFA kallast á ensku 'technical observer'. Það felur í sér að hann fer á leiki fyrir hönd UEFA og skilar frá sér skýrslum sem munu nýtast þjálfurum og menntun þeirra. Hann mun meðal annars fjalla um það hvort það séu að koma upp einhver ný tíska varðandi taktík í fótbolta.

David Moyes, sem var látinn fara frá West Ham eftir síðustu leiktíð, er einnig að taka við svipuðu starfi hjá UEFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner