Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur Alexander-Arnold vera í mjög góðri samningastöðu
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold á innan við tólf mánuði eftir af samningi sínum hjá Liverpool en enska félagið vonast auðvitað til að endursemja við hann.

Real Madrid hefur sýnt honum áhuga og því þarf Liverpool væntanlega að bjóða Alexander-Arnold fínan samning.

Ben Foster, fyrrum markvörður enska landsliðsins, telur að Alexander-Arnold gæti skrifað undir stóran samning hjá Liverpool.

„Van Dijk og Salah eru líklega að fá rúmlega 600 þúsund pund á viku saman. Trent veit að ef hann skrifar undir fjögurra eða fimm ára samning, að þá er hann 100 milljóna punda virði. Ef eitthvað félag vill kaupa hann eftir að hann skrifar undir nýjan samning, þá kostar hann að minnsta kosti 100 milljónir punda," sagði Foster á Youtube-rás sinni.

„Það er algjört lágmark og Trent veit það. Hann getur sagt núna: 'Gerið mig að launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar og ég skrifa undir'. Ég get séð það gerast."

„Ef hann fer frítt til Real Madrid, þá er hann að fara að fá 400-500 þúsund pund á viku. Alveg klárt."

Alexander-Arnold er uppalinn hjá Liverpool og hefur spilað meira en 300 leiki fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner