Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Þunnskipað hjá Dyche
Sean Dyche stjóri Everton.
Sean Dyche stjóri Everton.
Mynd: EPA
Sean Dyche stjóri Everton segir að aðeins um fjórtán aðalliðsleikmenn séu tiltækir fyrir útileik liðsins gegn Tottenham á laugardag.

Everton tapaði 3-0 gegn Brighton í fyrstu umferð og ferðast í leikinn gegn Tottenham án þess að hafa hægri bakvörð sem hefur leikið fyrir liðið.

Fyrirliðinn Seamus Coleman er meiddur á kálfa, Nathan Patterson er á meiðslalistanum og verður í einhvern tíma og þá er Ashley Young í banni eftir að hafa fengið rautt gegn Brighton. Miðjumaðurinn James Garner, sem getur leyst stöðu hægri bakvarðar, er einnig frá svo táningurinn Roman Dixon mun líklega byrja leikinn.

James Tarkowski er tæpur fyrir leikinn og annar miðvörður, Jarrad Branthwaite, er meiddur á nára og spilar ekki næstu leiki.

„Því miður erum við þunnskipaðir. Við erum aðeins með um fjórtán aðalliðsleikmenn sem stendur, það er ekki kjörstaða. Það bíður okkar áskorun, eins og alltaf," segir Dyche.

„Við höfum ekki mikið fjárráð til að laga stöðuna. Við þurfum að vinna með þá leikmenn sem við höfum og vonast til þess að menn komi fljótt til baka og haldist heilir."
Athugasemdir
banner
banner
banner