Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trippier vill yfirgefa Newcastle
Kieran Trippier.
Kieran Trippier.
Mynd: EPA
Kieran Trippier vill yfirgefa Newcastle í þessum mánuði en þetta kemur fram á Sky Sports.

Hinn 33 ára gamli Trippier var ónotaður varamaður í fyrsta deildarleik Newcastle og hann hefur áhyggjur af því að hann verði ekki byrjunarliðsmaður á tímabilinu.

Lloyd Kelly og Emil Krafth komu báðir inn af bekknum frekar en hann og þá hefur Bruno Guimaraes fengið fyrirliðabandið á kostnað Trippier.

Trippier á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Newcastle og er einn launahæsti leikmaður félagsins, en hann er tilbúinn að skoða önnur tækifæri á þessum tímapunkti. Hann hefur verið lykilmaður hjá Newcastle síðustu tímabil en staðan er nú breytt.

Newcastle hafnaði 13 milljón punda tilboði frá Bayern München í Trippier í janúar síðastliðnum.
Athugasemdir
banner
banner