
Blikar unnu 2-1 sigur í dag gegn sprækum Selfyssingum og var Hólmfríður Magnúsdóttir nokkuð svekkt í leikslok.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Selfoss
"Jú auðvitað er ég svekkt, við förum í alla leiki til þess að vinna. Við hefðum getað jafnað þetta í lokin og vorum betri aðilinn síðustu 20-30 mínúturnar. Aftur á móti er Breiðablik með þrusugott lið og við veittum þeim góða mótspyrnu í dag. Nú er það bara að undirbúa sig fyrir næsta leik."
Selfoss spilar næst við HK/Víking á heimavelli næsta þriðjudag. Hún segist stefna á sigur þar.
"Jú auðvitað, þá eigum við heimaleik og við förum í alla leiki til þess að vinna og við ætlum að taka 3 stig þar."
Selfoss hefur verið á mikilli siglingu eftir komu Hólmfríðar, sitja í 4. sæti í deildinni og komnar í úrslit Mjólkurbikarsins.
"Jú ég er bara mjög ánægð með eigin frammistöðu og liðsfélagar mínir gera mig góða og ég er búin að æfa vel og er með frábæra þjálfara. Selfoss er bara frábært lið og mér líður vel og það endurspeglast inni á vellinum að ég er að spila vel."
Viðtalið við Hólmfríði má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir