Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   fös 23. ágúst 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta í viðræður við Arsenal eftir gluggalok
Mynd: EPA
Fjallað var um nýjan samning Mikel Arteta við Arsenal á dögunum. Fullyrt var að spænski stjórinn myndi skrifa undir nýjan samning.

Hann skrifaði undir samning árið 2022 sem rennur út næsta sumar. Hann tjáði sig um samningsstöðu sína á fréttamannafundi í dag. Arteta talaði um nýjan samning í júlí en engin tilkynning hefur komið frá Arsenal.

„Einbeitingin hefur verið á félagaskiptagluggann. Það var talsvert af hlutum sem við þurftum að gera og ræða. Hitt bíður á meðan og við munum klára þau mál á réttu augnabliki," sagði Arteta.

Hann svaraði játandi þegar hann var spurður hvort að viðræður færu af stað eftir að glugganum lokar í lok mánaðar.

„Ég er fyrst og fremst mjög þakklátur fyrir þá stöðu sem ég er í og fólkið sem ég vinn með á hverjum degi af því það er mjög erfitt að finna svona samræmi, traust og trú þegar kemur að sýn á hlutina."

„Þetta er eitthvað sem ég nefni alltaf því ég hef trú á því að við munum eiga ótrúlega tíma framundan. Þetta er mjög spennandi og ég er mjög spenntur,"
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner