Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eggert Gunnþór: Sáum í fyrra að markatalan skiptir máli
Eggert Gunnþór Jónsson
Eggert Gunnþór Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KFA hefur verið á fínu skriði síðan Eggert Gunnþór Jónsson tók við sem aðalþjálfari liðsins af Mikael Nikulássyni en liðið valtaði yfir Hött/Huginn 8-2 á dögunum.


Lestu um leikinn: KFA 8 -  2 Höttur/Huginn

Liðið var hársbreidd frá því að komast upp síðasta sumar en það munaði aðeins markatölunni. Eggert Gunnþór var í viðtali eftir leikinn sem var birt á Facebooksíðu KFA þar sem hann talaði um mikilvægi markatölunnar.

„Ég vildi skora fleiri. Við erum í þannig baráttu, mörg lið í kringum okkur og mörg liða að slást um sama hlutinn. Ég sagði við þá eftir 3-0 sigurinn á KF að ég hefði viljað að menn héldu áfram því markatalan getur svo sannarlega skipt máli. Ég var ekki hérna í fyrra en við komumst ekki upp á markatölu þá," sagði Eggert Gunnþór.

„Það sýndi sig svo sannarlega þá að það skiptir máli. Vonandi að menn hafi lært eitthvað og ég held að dagurinn í dag sýni að menn hafi eitthvað tekið til sín."


2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 21 16 2 3 49 - 25 +24 50
2.    Völsungur 21 12 4 5 42 - 26 +16 40
3.    Þróttur V. 21 12 3 6 55 - 33 +22 39
4.    Víkingur Ó. 21 11 6 4 47 - 29 +18 39
5.    KFA 21 11 2 8 49 - 38 +11 35
6.    Haukar 21 9 3 9 40 - 39 +1 30
7.    Höttur/Huginn 21 8 3 10 38 - 48 -10 27
8.    Ægir 21 6 6 9 27 - 33 -6 24
9.    KFG 21 5 5 11 36 - 42 -6 20
10.    Kormákur/Hvöt 21 5 4 12 18 - 39 -21 19
11.    KF 21 5 3 13 24 - 47 -23 18
12.    Reynir S. 21 4 3 14 27 - 53 -26 15
Athugasemdir
banner
banner
banner