Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Kemur tilboð frá Liverpool í Branthwaite?
Powerade
Branthwaite lék sinn fyrsta landsleik fyrir England fyrr á árinu.
Branthwaite lék sinn fyrsta landsleik fyrir England fyrr á árinu.
Mynd: Getty Images
Nketiah nálgast Forest.
Nketiah nálgast Forest.
Mynd: Getty Images
Andreas Christensen orðaður við Tottenham og Manchester United.
Andreas Christensen orðaður við Tottenham og Manchester United.
Mynd: EPA
Það er vika í gluggadaginn og nóg af slúðri í gangi. BBC tekur saman allt það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Liverpool ætlar að bjóða Everton 63 milljónir punda auk 7 milljónir í viðbót eftir ákvæðum fyrir enska varnarmanninn Jarrad Branthwaite (22). Manchester United hefur sýnt honum áhuga í allt sumar. (Sun)

Southampton íhugar að gera tilboð í Aaron Ramsdale (26) markvörð Arsenal og Englands. (Mail)

Arsenal er á lokastigum samkomulags um að leyfa enska framherjanum Eddie Nketiah (25) að ganga til liðs við Nottingham Forest. (ESPN)

Leicester City er að ganga frá samningi við Jordan Ayew (32), ganverskan framherja Crystal Palace. (Sky Sports)

Chelsea hefur boðið Aston Villa að fá Raheem Sterling (29) en Unai Emery stjóri Villa er ekki viss um hvort hann passi inn í sína áætlun. (Mirror)

Sterling var ekki látinn vita af því að hann væri ekki í myndinni hjá Chelsea fyrr en mótið fór af stað. Hann hefur útilokað að fara til Sádi-Arabíu. (Mail)

Steve Cooper, stjóri Leicester, vill fá tvo sóknarmiðjumenn áður en glugginn lokar. (Telegraph)

Norwich City hefur óvænt blandað sér í baráttuna um að fá brasilíska sóknarmiðjumanninn Reinier (22) frá Real Madrid. (O Globo)

Aston Villa hefur verið boðið að fá Samu Omorodion (20) framherja Atletico Madrid og spænska U23 liðsins. Hann var nálægt því að fara til Chelsea fyrr í glugganum en það rann út í sandinn. (Mail)

Tottenham og Manchester United fylgjast með Andreas Christensen (28), varnarmanni Barcelona og Danmerkur. (Sport)

Tottenham ætlar að leyfa miðverðinum unga Ashley Phillips (19) að ganga til liðs við Stoke á láni. (Athletic)

Girona hefur komist að 21,2 milljóna punda samkomulagi við Watford fyrir kólumbíska miðjumanninn Yaser Asprilla (20). (Sky Sports)

Brighton, Real Sociedad og Real Mallorca berjast um að fá þýska varnarmanninn Mats Hummels (35) á frjálsri sölu. (Florian Plettenberg)

Everton, AC Milan, Bayern München og nokkur félög í Tyrklandi hafa áhuga á að fá Kieran Trippier (33), varnarmann Newcastle. (Talksport)

Brentford er tilbúið að ganga frá 10 milljóna punda samningi fyrir brasilíska kantmanninn Gustavo Nunes (18) hjá Gremio. (Fabrizio Romano)

John Egan (31) varnarmaður Írlands æfir með Burnley eftir að hafa yfirgefið Sheffield United. (Football Insider)

Barcelona hefur komist að samkomulagi við ítalska kantmanninn Federico Chiesa, (26) sem mun koma frá Juventus fyrir um 11 milljónir punda. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner