Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd að fá efnilegan miðjumann
Sekou Kone í leik með unglingalandsliði Malí.
Sekou Kone í leik með unglingalandsliði Malí.
Mynd: Getty Images

Manchester United hefur náð samkomulagi við Guidars FC frá Malí um kaup á hinum 18 ára gamla Sekou Kone.


Kone er varnarsinnaður miðjumaður en hann mun spila með u21 árs liði félagsins fyrst um sinn.

Hann er talinn gríðarlega efnilegur og er vonast til að hann geti brotið sér leið inn í aðalliðið í framtíðinni.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið í sumar á eftir Leny Yoro, Joshua Zirkzee, Matthijs De Ligt og Noussair Mazraoui.


Athugasemdir
banner
banner
banner