Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Porto kaupir Omorodion frá Atlético (Staðfest) - Var nálægt því að ganga í raðir Chelsea
Mynd: Porto
Spænski sóknarmaðurinn Samu Omorodion er genginn til liðs við portúgalska félagið Porto frá Atlético Madríd.

Sumarið hjá Omorodion hefur verið viðburðaríkt en aðeins eru tæpar tvær vikur liðnar síðan Chelsea náði samkomulagi við Atlético um kaup á honum.

Sóknarmaðurinn ferðaðist til Lundúna og gekkst undir læknisskoðun, en á síðustu stundu var hætt við skiptin. Spænsku blöðin sögðu leikmanninn ósáttan við að Chelsea ætlaði að kaupa aðeins helmingshlut í honum á meðan aðrir miðlar sögðu læknateymi Chelsea ekki vera sannfært um ástand líkama hans.

Ferðin til Lundúna var því fýluferð og snéri hann aftur til Madrídar. Nú tæpum tveimur vikum síðar er hann genginn í raðir Porto í Portúgal.

Porto kaupir hann á 15 milljónir evra og fær Atlético helming af næstu sölu. Omorodion verður þá með 100 milljóna evra kaupákvæði í samningi sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner