Það er komið að úrslitaleik enska deildabikarsins sem fram fer á Wembley í dag. Þar mætast Liverpool og Chelsea.
Þessi lið mættust í úrslitum keppninnar fyrir tveimur árum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli og fór leikurinn alla leið í vítaspyrnukeppni.
Það var ótrúleg keppni þar sem allir útileikmenn liðanna skoruðu úr spyrnunum svo það var Caoimhin Kelleher sem tryggði sigur Liverpool með því að skora úr síðustu spyrnunni áður en Kepa klikkaði á sinni spyrnu.
Fyrr í dag er einn leikur í úrvalsdeildinni þar sem Wolves fær Sheffield United í heimsókn.
ENGLAND: Premier League
13:30 Wolves - Sheffield Utd
ENGLAND: League Cup
15:00 Chelsea - Liverpool
Athugasemdir