Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   mið 24. júlí 2024 19:46
Elvar Geir Magnússon
Ólæti á fyrsta viðburði Ólympíuleikanna - Leikurinn kláraður án áhorfenda
Áhorfendur hlupu inn á völlinn.
Áhorfendur hlupu inn á völlinn.
Mynd: Getty Images
Öryggismál Ólympíuleikanna eru í umræðunni eftir fyrsta keppnisdag í fótboltanum.
Öryggismál Ólympíuleikanna eru í umræðunni eftir fyrsta keppnisdag í fótboltanum.
Mynd: Getty Images
Þó Ólympíuleikarnir í París verði formlega settir á föstudaginn þá fór fótboltakeppnin af stað í dag. Fyrsti leikur dagsins var viðureign Argentínu og Marokkó en sá leikur fór ekki alveg eftir áætlun.

Leikurinn var stöðvaður í tæplega tvo klukkutíma vegna óláta áhorfenda en einhverjar boðflennur hlupu inn á völlinn eftir að Argentínumenn töldu sig hafa jafnað í uppbótartíma.

Leikurinn fór fram í Saint-Etienne en áhorfendur á bandi Marokkó köstuðu ýmsu lauslega að leikmönnum Argentínu. Það hafði verið heitt í hamsi meðal áhorfenda yfir leikinn.

Baulað hafði verið á argentínska liðið sem voru viðbrögð við rasískum söng sem landsliðsmenn þjóðarinnar höfðu verið myndaðir syngja fyrr í þessum mánuði og tengist frönskum landsliðsmönnum.

Þegar allt sauð upp úr og áhorfendur hlupu inn á völlinn skipaði dómarinn leikmönnum að fara til búningsklefa. Ákveðið var að spila þær þrjár mínútur sem voru eftir án áhorfenda og stúkurnar voru tæmdar.

En áður en leikurinn var kláraður þá fór dómarinn í VAR skjáinn og dæmdi mark Argentínu af vegna rangstöðu. Ekki var skorað eftir að leikurinn var ræstur á ný og Marokkó fagnaði 2-1 sigri.
Athugasemdir