Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 28. mars 2018 03:11
Alexander Freyr Tamimi
Hjörtur Hermanns: Hefði viljað gera meira sóknarlega
Icelandair
Hjörtur Hermannsson í baráttunni í kvöld.
Hjörtur Hermannsson í baráttunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson lék í hægri bakverði er Ísland tapaði 3-1 gegn Perú í vináttuleik í New Jersey í kvöld.

Hjörtur var ánægður með frammistöðu sína varnarlega en hefði viljað láta meira til sín taka sóknarlega. Hann spilar yfirleitt sem miðvörður.

Lestu um leikinn: Perú 3 -  1 Ísland

„Það er sárt að tapa þessum leik 3-1 en þetta er náttúrulega gífurlega sterkt lið sem við vorum að mæta. Við byrjum svolítið á hælunum og leyfðum þeim að taka stjórn á leiknum en við komum síðan vel inn í þetta í fyrri hálfleik og klárum það bara mjög vel. Síðan fór þetta eins og þetta fór í seinni hálfleik, þeir settu á okkur tvö mörk og við höfðum lítið fram að færa," sagði Hjörtur við Fótbolta.net eftir leikinn og viðurkenndi að sigur Perú hefði verið verðskuldaður. Hann var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu í leiknum.

„Mér fannst ég klára þetta fínt varnarlega, það er ekki mín helsta staða að spila sem bakvörður en þegar kemur að Íslandi vill maður bara vera inni á vellinum og geta hjálpað eins og maður getur. Ég hefði viljað gera meira sóknarlega, ég átti tvo möguleika til að gera það, en ég er heilt yfir ánægður með þetta, maður getur leyst fleiri en eina stöðu."

Hann tekur margt jákvætt úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.

„Sérstaklega frammistaðan gegn Mexíkó, hún var mjög góð og 3-0 gefur engan veginn rétta mynd. Sama hér, við komumst kannski ekki alveg eins í takt við leikinn en hellingur af jákvæðum punktum til að taka með sér."

Næst á dagskrá er að snúa aftur til Danmerkur þar sem hann spilar með Bröndby og stefnir hann á að spila vel þar og koma sér í landsliðshópinn sem fer til Rússlands.
Athugasemdir
banner