
Hjörtur Hermannsson lék í hægri bakverði er Ísland tapaði 3-1 gegn Perú í vináttuleik í New Jersey í kvöld.
Hjörtur var ánægður með frammistöðu sína varnarlega en hefði viljað láta meira til sín taka sóknarlega. Hann spilar yfirleitt sem miðvörður.
Hjörtur var ánægður með frammistöðu sína varnarlega en hefði viljað láta meira til sín taka sóknarlega. Hann spilar yfirleitt sem miðvörður.
Lestu um leikinn: Perú 3 - 1 Ísland
„Það er sárt að tapa þessum leik 3-1 en þetta er náttúrulega gífurlega sterkt lið sem við vorum að mæta. Við byrjum svolítið á hælunum og leyfðum þeim að taka stjórn á leiknum en við komum síðan vel inn í þetta í fyrri hálfleik og klárum það bara mjög vel. Síðan fór þetta eins og þetta fór í seinni hálfleik, þeir settu á okkur tvö mörk og við höfðum lítið fram að færa," sagði Hjörtur við Fótbolta.net eftir leikinn og viðurkenndi að sigur Perú hefði verið verðskuldaður. Hann var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu í leiknum.
„Mér fannst ég klára þetta fínt varnarlega, það er ekki mín helsta staða að spila sem bakvörður en þegar kemur að Íslandi vill maður bara vera inni á vellinum og geta hjálpað eins og maður getur. Ég hefði viljað gera meira sóknarlega, ég átti tvo möguleika til að gera það, en ég er heilt yfir ánægður með þetta, maður getur leyst fleiri en eina stöðu."
Hann tekur margt jákvætt úr landsliðsferðinni til Bandaríkjanna.
„Sérstaklega frammistaðan gegn Mexíkó, hún var mjög góð og 3-0 gefur engan veginn rétta mynd. Sama hér, við komumst kannski ekki alveg eins í takt við leikinn en hellingur af jákvæðum punktum til að taka með sér."
Næst á dagskrá er að snúa aftur til Danmerkur þar sem hann spilar með Bröndby og stefnir hann á að spila vel þar og koma sér í landsliðshópinn sem fer til Rússlands.
Athugasemdir