Tyrkneska félagið Galatasaray hefur formlega gengið frá kaupum á Hakim Ziyech frá Chelsea.
Marokkómaðurinn varð tyrkneskur meistari með Galatasaray á síðustu leiktíð, þá á láni frá Chelsea.
Hann kom að 12 mörkum í 23 leikjum með liðinu. Stjórn félagsins var ánægð með hans framlag á leiktíðinni og valdi það að nýta kaupákvæðið í samning hans.
Félagið greiðir um 2,5 milljónir punda og gerir hann samning út tímabilið.
Jákvæðar fréttir fyrir Chelsea sem getur nú losað Ziyech af launaskrá sinni en hann var með um 120 þúsund pund í vikulaun hjá enska félaginu.
Profesyonel futbolcu Hakim Ziyech’in geçici transfer sözle?mesinde yer alan bedelsiz sat?n alma opsiyonu ?artlar? olu?tu?undan kesin transferi bedelsiz olarak gerçekle?mi?tir.
— #?ampiyonGalatasaray ???? (@GalatasaraySK) June 28, 2024
Futbolcuya 2024-2025 sezonu için net 2.850.000 euro sezonluk ücret ödenecektir. Ayr?ca yap?lan anla?ma… pic.twitter.com/fPvp974pqF
Athugasemdir