Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milinkovic-Savic bjargaði stigi gegn Al-Nassr
Mynd: EPA

Al-Nassr fékk Al-Hilal í heimsókn í toppslag í Sádí-Arabíu í gær.


Al-Nassr byrjaði leikinn ansi sterkt en Anderson Talisca kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu. Cristiano Ronaldo fékk nokkur tækifæri til að bæta við en brást bogalistin.

Alexandar Mitrovic hélt að hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Það var hins vegar stundafjórðungi fyrir leikslok sem Sergej Milinkovic-Savic skoraði með skalla og tryggði Al-Hilal stig. Al-Hilal er á toppi deildarinnar með 25 stig eftir níu umferðir, sex stigum á undan Al-Nassr sem er í 3. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner