Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   sun 03. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Stórleikir á Ofursunnudegi
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það eru tveir stórleikir á dagskrá á svokölluðum Ofursunnudegi í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham tekur á móti Aston Villa í fyrri leik dagsins en fimm stig skilja liðin að í Evrópubaráttunni.

Villa er með 18 stig eftir 9 umferðir og er aðeins búið að tapa einum leik í deildinni, á meðan Tottenham er komið með fjögur töp.

Ross Barkley er sá eini sem er á meiðslalistanum hjá Aston Villa á meðan Wilson Odobert og Micky van de Ven eru fjarri vegna meiðsla úr liði heimamanna. Þá eru Cristian Romero, Son Heung-min, Djed Spence og Timo Werner tæpir.

Manchester United tekur á móti Chelsea í seinni leik dagsins og það eru sex stig sem skilja þessi stórveldi að á stöðutöflunni. Rauðu djöflarnir eru óvænt í neðri hluta deildarinnar með 11 stig eftir 9 umferðir og þurfa á sigri að halda. Ruud van Nistelrooy stýrir liðinu í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni en Rúben Amorim tekur við sem aðalþjálfari á mánudaginn.

Jadon Sancho mun ekki mæta félögum sínum úr Man Utd vegna veikinda og þá er Omari Kellyman einnig fjarri góðu gamni, en Man Utd er að glíma við talsverð meiðslavandræði.

Leny Yoro er enn meiddur ásamt Harry Maguire, Luke Shaw, Kobbie Mainoo og Antony. Þá eru Tyrell Malacia og Mason Mount tæpir.

Leikir dagsins:
14:00 Tottenham - Aston Villa
16:30 Man Utd - Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 15 9 4 2 35 18 +17 31
3 Arsenal 15 8 5 2 29 15 +14 29
4 Man City 15 8 3 4 27 21 +6 27
5 Nott. Forest 15 7 4 4 19 18 +1 25
6 Aston Villa 15 7 4 4 23 23 0 25
7 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
8 Brighton 15 6 6 3 25 22 +3 24
9 Brentford 15 7 2 6 31 28 +3 23
10 Fulham 15 6 5 4 22 20 +2 23
11 Tottenham 15 6 2 7 31 19 +12 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 21 -2 20
13 Man Utd 15 5 4 6 19 18 +1 19
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 15 3 5 7 21 30 -9 14
17 Crystal Palace 15 2 7 6 14 20 -6 13
18 Ipswich Town 15 1 6 8 14 27 -13 9
19 Wolves 15 2 3 10 23 38 -15 9
20 Southampton 15 1 2 12 11 31 -20 5
Athugasemdir
banner
banner