Arnór Sigurðsson verður fjarverandi vegna meiðsla framyfir landsleikjahléið en þetta staðfesti John Eustace, stjóri Blackburn.
Arnór var ekki í leikmannahópi liðsins um helgina í 2-0 tapi gegn Sheffield United en Eustace staðfesti að hann hafi meiðst á læri á æfingu fyrir helgi.
„Hann kemur aftur eftir landsleikjahléið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna veikinda og meiðsla. Hann var að ná fyrri styrk, hann var mjög veikur í nokkrar vikur og ég fann að við söknuðum hans," sagði Eustace.
„Hann hefur æft vel undanfarnar vikur og þegar hann var við það að komast í liðið aftur kom smá bakslag. Þetta hefur verið pirrandi í alla staði."
Arnór verður því ekki í landsliðshópnum sem verður tilkynntur á miðvikudaginn fyrir leiki gegn Svarfjallalandi og Wales úti 16. og 19. nóvember í Þjóðadeildinni.