Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 02. nóvember 2024 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Arnór ekki í hópnum gegn Sheffield United
Var ekki í hópnum.
Var ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum í ensku Championship er lokið, um helgina fer 13. umferð deildarinnar fram.

Íslendingalið Blackburn tók á móti Sheffield United en enginn Íslendingur var í hópnum hjá heimamönnum, enginn Arnór Sigurðsson. Hann kom inn á gegn Watford í miðri viku en fyrir leik í dag var einungis tekið fram að hann væri ekki með, ekki sagt hvers vegna.

Sheffield United er í 2. sæti deildarinnar sem stendur eftir sigurinn í dag, Harrison Burrows og Tyrese Campbell skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum.

Oxford United tapaði á heimavelli gegn Swansea og Stoke vann svo heimasigur gegn Derby þar sem Thomas Cannon var á skotskónum, skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu.

Sjö leikir hefjast klukkan 15:00 í deildinni og lokaleikur umferðarinnar, leikur Milwall og Burnley, fer fram á morgun.

Úrslit og markaskorar:
Stoke City 2 - 1 Derby County
1-0 Tom Cannon ('9 , víti)
1-1 Viktor Johansson ('68 , sjálfsmark)
2-1 Ben Gibson ('82 )

Oxford United 1 - 2 Swansea
0-1 Zan Vipotnik ('38 )
0-2 Florian Bianchini ('80 )

Blackburn 0 - 2 Sheffield Utd
0-1 Harrison Burrows ('16 )
0-2 Tyrese Campbell ('64 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner