Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   sun 03. nóvember 2024 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk hrósaði Saliba: Mikið betri en ég var á hans aldri
Mynd: Getty Images
Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk hrósaði franska miðverðinum William Saliba í hástert eftir 2-2 jafntefli Liverpool gegn Arsenal um síðustu helgina.

Saliba var ekki með í leiknum vegna meiðsla en Van Dijk tjáði sig þó um kollega sinn.

„Ef ég á að vera heiðarlegur, þá var ég hvergi nálægt því að vera svona góður þegar ég var á sama aldri og Saliba," sagði Van Dijk, sem er 33 ára gamall. Saliba er 23 ára lykilmaður hjá Arsenal, en Van Dijk lék fyrir skoska stórveldið Celtic á þeim aldri.

„Það geta allir séð að Saliba er að gera frábæra hluti. Hann minnir mig mikið á sjálfan mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner