Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Dagur spilaði seinni hálfleikinn í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Jón Dagur Þorsteinsson hefur ekki spilað margar mínútur hjá Hertha Berlin eftir síðustu landsleiki.


Hann var í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjunum en var tekinn af velli í hálfleik. Þá spilaði hann sjö mínútur í síðasta leik.

Hann byrjaði á bekknum í kvöld þegar liðið tók á móti Köln í næst efstu deild í Þýskalandi. 

Köln var með 1-0 forystu í hálfleik og Jón Dagur spilaði allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Staðan var óbreytt og því sigur Köln staðreynd.

Hertha er í 6. sæti með 17 stig eftir ellefu umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner