Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   sun 03. nóvember 2024 13:00
Sölvi Haraldsson
Cannavaro gæti tekið við Deportivo La Coruña
Mynd: Getty Images

Spænska félagið Deportivo La Coruña er í þjálfaraleit og nafnið Fabio Cannavaro er mjög ofarlega á lista hjá þeim til að taka við af Imanol Idiakez.


Cannavaro hefur átt áhugaverðan þjálfaraferil. Ítalinn hefur þjálfað meðal annars kínverska landsliðið, Al Nassr í Sádí Arabíu, félög í Sádí Arabíu og núna seinast Udinese.

Einnig hefur Cannavaro þjálfað Benevento í heimalandinu. Hann tók þó við Udinese á miðju tímabili á síðustu leiktíð í erfiðri stöðu og hélt liðinu uppi.

Deportivo hefur sett sig í samband við ítölsku goðsögnina en hann er sagður vilja taka við liðinu. Ekkert er þó orðið staðfest en leitin heldur áfram hjá Deportivo. 


Athugasemdir
banner
banner
banner