Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alltaf draumurinn að spila í úrvalsdeildinni - „Þurfti að taka milliskref"
Mynd: Man Utd

Noussair Mazraoui, leikmaður Manchester United, uppfyllti drauminn sinn þegar hann skrifaði undir hjá félaginu.


Mazraoui gekk til liðs við United frá Bayern í sumar en hann segir að það hafi alltaf verið draumur að spila í úrvalsdeildinni. Mazraoui er einn af mörgum leikmönnum Man Utd sem endurnýja kynnin sín við Erik ten Hag.

Hann ásamt Antony, Andre Onana, Lisandro Martinez og Mathijs de Ligt, sem skrifaði undir hjá Man Utd sama dag og Mazraoui, voru allir leikmenn Ajax þegar Ten Hag stýrði liðinu á sínum tíma.

„Ég vildi fara í annað lið í sumar. Þegar ég heyrði af áhuga Man Utd vissi ég að ég vildi það. Mér leið strax vel en ég þurfti að bíða þangað til þeir seldu hinn hægri bakvörðinn," sagði Mazraoui í samtali við Viaplay.

„Það er erfitt að kveðja Bayern en ég var tilbúinn í eitthvað annað. Það spilar margt inn í en ég vil ekki ræða það. Ég vildi spila í úrvalsdeildinni en vissi að ég þurfti að taka milliskref eftir Ajax."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner