Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   lau 14. september 2024 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eze horfir til toppliðanna - Rabiot vill ekki fara til Newcastle
Powerade
Eze
Eze
Mynd: EPA
Rabiot.
Rabiot.
Mynd: EPA
Slúðurpakkinn þennan laugardaginn er tekinn saman af BBC og er í boði Powerade. Sean Dyche, Eberechi Eze og Adrien Rabiot eru á meðal þeirra sem koma fyrir.



Everton er staðfast á því að standa með stjóranum Sean Dyche, allavega út þetta tímabil, þó að liðið sé á botni úrvalsdeildarinnar. (Telegraph)

Það virðist hafa dregið úr líkunum á því að Tottenham reyni við Eberechi Eze (26). Eze er sagður horfa meira til toppliðanna Arsenal og Manchester City. (FootballTransfers)

Adrien Rabiot (29) hefur ákveðið að hann sé ekki nægilega spenntur fyrir því að semja við Newcastle. Franski miðjumaðurinn vill spila Evrópufótbolta. (Football Insider)

Eddie Howe segir að samkeppnisaðilar Newcastle hafi reynt að tvöfalda verðmiðann á leikmönnum sem Newcastle vildi fá eftir Sádar keyptu félagið. (Chronicle Live)

Michael Edwards, framkvæmdastjóri Liverpool, leiðir leit félagsins að nýjum miðjumanni. (Football Insider)

Ricky Martin, fyrrum tæknilegur ráðgjafi Stoke City, er orðinn yfirmaður íþróttamála já Carlisle United. (Teamtalk)

Leeds var búið að taka frá 8,5 milljónir punda í sumar til að fá Roland Sallai (27) vængmann Freiburg. Ungverjinn var ekki viss um að það væri rétta skrefið og ákvað að semja frekar í Galatasaray. (HITC)
Athugasemdir
banner
banner
banner