Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 01. apríl 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
„Werner verið frábær en getur gert enn betur“
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou á fréttamannafundi.
Ange Postecoglou á fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
Tottenham er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og heimsækir West Ham annað kvöld. Ange Postecoglou, hinn vinsæli stjóri Tottenham, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og hér má sjá samantekt af öllu því helsta sem fram kom.

Um Brennan Johnson, sóknarleikmanninn sem kom frá Nottingham Forest síðasta sumar:
„Brennan var magnaður um helgina, hann er ungur og er enn að þróast. Hann fór í stórt félag og væntingarnar voru miklar. Hann gerði vel gegn Villa en fann sig ekki eins vel gegn Fulham. Hann kom flottur af bekknum gegn Luton og er að aðlagast betur. Þegar þú ert ungur sóknarmaður er alltaf flókið að finna sig," segir Postecoglou.

Um sóknarmanninn Timo Werner, sem er á láni frá RB Leipzig:
„Varðandi framtíð hans þá verður ákvörðun tekin þegar þar að kemur. Mér finnst hann hafa verið frábær. Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í því sem við höfum verið að gera. Ég er líka á þeirri skoðun að hann geti gert enn betur."

Tottenham er þremur stigum á eftir Aston Villa en á leik til góða
„Við viljum enda tímabilið á öflugan hátt og vonandi mun fólk líta öðruvísi á okkur eftir eitt ár. Þetta snýst um hvar við endum og hversu mörg stig við fáum."

Um að hafa gert Son Heung-min að fyrirliða:
„Það var ekki erfið ákvörðun. Son er náttúrulegur leiðtogi og hefur verið fyrirliði Suður-Kóreu. Það var enginn vafi í mínum huga. Sumum finnst erfitt að vera með þetta ábyrgðarhlutverk en það hefur ekki verið byrði fyrir Son. Hann hefur verið framúrskarandi."

Richarlison líður vel
„Hann er búinn að hrista af sér smávægileg meiðsli. Hann æfði í gær og æfir í dag. Honum líður vel. Allir komust óskaddaðir úr síðasta leik, 2-1 sigrinum gegn Luton á laugardaginn."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner