Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hafa slitið krossband. Þetta staðfesti hún í samtali við Fótbolta.net.
Þórdís meiddist á lokamínútunum í leik gegn ÍBV í síðustu viku.
Þórdís meiddist á lokamínútunum í leik gegn ÍBV í síðustu viku.
Þetta er mikið áfall fyrir Stjörnuna sem er í harðri baráttu við Breiðablik og Val um Íslandsmeistaratitilinn.
Þórdís er 22 ára gömul en hún kom til Stjörnunnar fyrir tímabilið frá Alta í Svíþjóð.
Í sumar hefur Þórdís verið í stóru hlutverki hjá Stjörnunni en hún var meðal annars valin í lið fyrri umferðar í Pepsi-deildinni á Fótbolta.net.
Athugasemdir