Í textalýsingum Fótbolta.net má sjá meðalaldur liðanna fyrir neðan byrjunarliðin. Tekið skal fram að sá aldur miðar við fæðingarár, ekki nákvæma fæðingardagsetningu.
Meðalaldur leikmanns í byrjunarliði FH gegn Fram í dag er 21 ár og meðalaldur leikmannanna á bekknum er 19 ár. FH heimsækir Fram í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag og er 21 árs meðalaldur það lægsta í deildinni til þessa.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, tjáði sig um sitt unga lið í viðtali eftir öflugan leik liðsins gegn Val í 1. umferðinni.
Meðalaldur leikmanns í byrjunarliði FH gegn Fram í dag er 21 ár og meðalaldur leikmannanna á bekknum er 19 ár. FH heimsækir Fram í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag og er 21 árs meðalaldur það lægsta í deildinni til þessa.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, tjáði sig um sitt unga lið í viðtali eftir öflugan leik liðsins gegn Val í 1. umferðinni.
„Við erum held ég alveg örugglega með yngsta liðið í deildinni í ár og vorum með langyngsta liðið í fyrra. Ef þú getur spilað fótbolta þá getur þú verið inn á vellinum. Þetta eru mikið af heimalningum, þær eru með FH merkið á kassanum og það er ekki flókið að peppa þær upp fyrir leiki," sagði Guðni.
Í dag eru þrír leikmenn í byrjunarliðinu fæddir árið 2001, ein 2002, ein 2003, tvær 2004, ein 2005, ein 2006, eina 2008 og ein 2009. Þær yngstu eru þær Thelma Karen Pálmadóttir (2008) og Ingibjörg Magnúsdóttir (2009). Fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir, sem fædd er árið 2002, hafði eftirfarandi að segja eftir leikinn gegn Val:
„Það er frábært að vinna með svona ungum leikmönnum, þær eru algjörir fagmenn, duglegustu stelpur sem ég hef kynnst, sama hvort sem það sé í ræktinni eða á vellinum. Það er frábært að sjá að þær fá að blómstra hérna."
Leikur Fram og FH hefst klukkan 18:00 í dag og er hægt að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.
Athugasemdir