Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. apríl 2024 19:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gilchrist skrifar undir nýjan samning við Chelsea
Mynd: Getty Images

Alfie Gilchrist hefur skrifað undir nýjan samning við Chelsea sem gildir til ársins 2026 með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.


„Það er risastórt afrek fyrir mig og fjölskylduna að skrifa undir þennan samning við Chelsea . Það var engin spurning en manni hefur alltaf liðið betur og betur eftir því sem maður skrifar undir fleiri samninga hér. Nú vil ég halda áfram að bæta mig," sagði Gilchrist við undirskriftina.

Gilchrist er tvítugur varnarmaður og er uppalinn í Chelsea en hann hefur komið við sögu í tólf leikjum undir stjórn Mauricio Pochettino á þessari leiktíð.

„Það hefur verið sönn ánægja að sjá hann brjóta sér leið inn í aðalliðið á þessari leiktíð. Við hlökkum til að sjá hann halda áfram að bæta sig næstu árin," sögðu Laurence Stewart og Paul Winstanley yfirmenn félagsins.


Athugasemdir
banner
banner