Cristiano Ronaldo fór hamförum þegar Al-Nassr valtaði yfir Abha í sádí arabísku deildinni í kvöld.
Hann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins beint úr aukaspyrnu. Sadio Mane skoraði þriðja markið eftir sendingu frá Ronaldo. Ronaldo var alls ekki hættur en hann skoraði fjórða markið og lagði upp það fimmta áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Mane og Ronaldo voru teknir af velli í hálfleik en Al-Nassr endaði á því að vinna leikinn 8-0. David Ospina, Alex Telles og Aymeric Laporte voru í byrjunarliði Al-Nassr.
Ruben Neves lagði upp tvö mörk í 3-0 sigri Al-Hilal gegn Al-Akhdoud en Al Hilal er á toppi deildarinnar 12 stigum á undan Al-Nassr sem situr í 2. sæti.
Athugasemdir