
„Mér fannst við bara ekkert síðri," sagði Sigríður Lára Garðarsdóttir, lykilmaður ÍBV, eftir 2-0 tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 2 Breiðablik
„Þær nýttu færin sín í byrjun, tvö færi og tvö mörk. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn."
„Við gáfumst aldrei upp. Það er magnaður karakter í þessu liði. Við hlaupum og berjumst fyrir hvor aðra. Það einkennir þetta ÍBV-lið í ár," sagði Sigríður.
ÍBV er spáð fimmta sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.
„Við tökum einn leik í einu og mér finnst það gott markmið. Svo erum við innan liðsins með markmið sem við gefum ekki út."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir