Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. mars 2024 14:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Brentford bauluðu á liðið í hálfleik - „Vil spjalla við þá"
Mynd: EPA

Brentford gerði jafntefli gegn Chelsea í gær en stuðningsmenn Brentford voru ekki ánægðir í hálfleik.

Stuðningsmenn Chelsea voru heldur ekki ánægðir með sína menn í leiknum og sögðu Pochettino að fara til fjandans.


Það heyrðist í þeim baula á sína menn sem voru 1-0 undir í hálfleik en mörk frá Mads Roerslav og Yoane Wissa komu liðinu fyrir áður en Axel Disasi tryggði Chelsea stig.

Thomas Frank stjóri Brentford var steinhissa á viðbrögðum stuðningsmannana.

„Ég myndi vilja taka spjall við þá sem bauluðu, er þetta stuðningur? Við erum að tala um Brentford gegn Chelsea, eitt stærsta félag í heimi. Við erum 1-0 undir, ég veit að ég má ekki blóta en hvað í...?" Sagði Frank.

„Ég held nú að það sé ekki til stuðningsmaður sem vill ekki það besta fyrir liðið. Fótbolti snýst mikið um tilfinningar."


Athugasemdir
banner
banner
banner