Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 03. mars 2024 23:32
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta voru menn gegn strákum“
Man City spilaði frábæran fótbolta
Man City spilaði frábæran fótbolta
Mynd: Getty Images
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur á Sky Sports segir að þetta hafi verið menn gegn strákum þegar United mætti Manchester City á Etihad í dag.

Þrátt fyrir stórkostlega byrjun United í leiknum þá tókst Man City að snúa við taflinu í þeim síðari.

Marcus Rashford skoraði draumamark snemma leiks og héldu gestirnir forystu í hálfleik en Phil Foden svaraði með laglegu skoti snemma í síðari hálfleik áður en hann kom sínum mönnum yfir þegar tíu mínútur voru eftir.

Sofyan Amrabat á þriðja markið skuldlaust eftir að hann gaf boltann frá sér á Rodri sem sendi Erling Braut Haaland í gegn.

„Þeir hafa tapað ellefu deildarleikjum. Það er ógnvekjandi tölfræði. Þetta voru karlmenn gegn strákum í lokin, þar sem United var bara að hanga inn í leiknum og gerandi mistök. Þetta hefðu getað verið fjögur eða fimm mörk,“ sagði Keane á Sky Sports, eftir leikinn.

„Ég vil samt ekki vera of harður við United því City var frábært í þessum leik. Þeir sýndu af hverju þeir eru meistarar. Það sem City gerir er að finna alla veikleika. Það er enginn felustaður, svona svipað og hnefaleikahringur. Þeir náðu að þreyta þá.“

„Tölfræðin sýnir ykkur hversu mikið yfirráð Man City var með í leiknum. Haaland og De Bruyne voru ekki upp á sitt besta en þá steig Foden upp. Ég held að þetta sé meira hrós á Man City en gagnrýni á United og held ég að þeir verði bara að taka þetta á kassann. Þetta setur hins vegar stórt spurningarmerki á liðið og stjórann,“
sagði Keane enn fremur.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner