„Rosalega mikilvæg 3 stig í dag. Við vorum ekki ánægðir með hvernig við vorum að byrja mótið. Þetta var bara leikur sem við þurftum að vinna, það kom ekkert annað til greina í dag," sagði Tufa þjálfari KA eftir 4-1 sigur á móti Víking R.
Lestu um leikinn: KA 4 - 1 Víkingur R.
KA skoraði 4 mörk í dag.
„Við opnum leikinn mjög vel, skorum 4 mörk og áttum að skora fleiri. Það var bara allt til staðar hjá okkur. Þessi sigur er fyrir strákana mína og stuðningsmennina sem voru magnaðir í dag."
Liðið mæti vel skipulagt til leiks.
„Við vorum búnir að undirbúa leikinn vel og vissum að þeir myndu leita mikið að hornum, aukaspyrnum og löngum innköstum. Mér fannst við standa okkur vel í því nema einu sinni þá fengu þeir mark. Mjög ánægður með liðsheildina í dag."
Tufa er bjartsýn á framhaldið.
„Mér líst vel á framhaldið eins og allan tímann. Nú höfum við viku til að hvíla okkur fyrst og fremst. Svo er bara rosalega skemmtilegt verkefni framundan, útileikur á móti Val."
Leikurinn á móti Val er næsta laugardag 3. júní.
„Við erum í fótboltanum fyrir svona leiki, mæta besta liði landsins á þeirra heimavelli. Það er bara spennandi fyrir okkur."
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir